Í umfjöllun Morgunblaðsins 4. janúar síðastliðinn um kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á kvóta fyrir 7,5 milljarða af Þórsbergi á Tálknafirði, var tekið fram að tilkynnt hefði verið árið 2023 um uppsögn 31 starfsmanns fiskvinnslunnar Kambs í Hafnarfirði og rekstri hennar hætt.
Því miður láðist að greina frá því að hætt var við áformin og er vinnslan enn í rekstri. Beðist er velvirðingar á þessu.