Steinþór Steingrímsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 21. mars 1929. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 30. desember 2024, á 96. aldursári.

Foreldrar Steinþórs voru Steingrímur Steinþórsson, skólastjóri á Hólum, búnaðarmálastjóri og forsætisráðherra í Reykjavík, og k.h. Theodóra Sigurðardóttir.

Alsystkini Steinþórs voru Hreinn, tónlistarmaður og fræðimaður í Reykjavík, f. 1930, d. 1998, Sigurður Örn, fiðluleikari og guðfræðiprófessor í Reykjavík, f. 1932, d. 2012, og Sigrún, húsfreyja í Hafnarfirði, síðar í Reykjavík, f. 1936. Hálfsystur Steinþórs, samfeðra, voru Torfhildur, húsfreyja á Akureyri, f. 1931, d. 2017, og Alfa Ragna, húsfreyja í Kaupmannahöfn, f. 1936, d. 2006.

Steinþór kvæntist 28. júlí 1950 Svölu Christine Wigelund, hárgreiðslukonu og kaupmanni, f. 2. mars 1930 í Neskaupstað, d.

...