Tölur úr starfsemi Leikbreytis sýna að íslenska gjafabréfahagkerfið veltir mörgum milljörðum króna árlega. Yngvi Tómasson framkvæmdastjóri Leikbreytis segir að fram til þessa hafi rösklega 530.000 kort verið stofnuð í gjafakortakerfi félagsins og er …
Flæði Upplagt er að nota gjafakort þegar útsölur hefjast. Heildarinneign á rafrænum gjafakortum Gift to Wallet var 3,2 milljarðar króna um áramótin. Leikbreytir á nú í viðræðum við erlendar verslanir um notkun tækninnar.
Flæði Upplagt er að nota gjafakort þegar útsölur hefjast. Heildarinneign á rafrænum gjafakortum Gift to Wallet var 3,2 milljarðar króna um áramótin. Leikbreytir á nú í viðræðum við erlendar verslanir um notkun tækninnar. — Morgnblaðið/Karítas

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Tölur úr starfsemi Leikbreytis sýna að íslenska gjafabréfahagkerfið veltir mörgum milljörðum króna árlega. Yngvi Tómasson framkvæmdastjóri Leikbreytis segir að fram til þessa hafi rösklega 530.000 kort verið stofnuð í gjafakortakerfi félagsins og er samanlagt verðmæti útgefinna korta um 8,5 milljarðar króna. Árið 2024 fóru 260.000 færslur í gegnum kerfi Leikbreytis og um áramótin var útistandandi inneign á öllum kortum í kerfinu 3,2 milljarðar.

Leikbreytir hóf rekstur árið 2019 og einbeitti sér í fyrstu að gervigreindarlausnum og almennri hugbúnaðargerð. Yngvi segir það hafa markað kaflaskil þegar félagið var fengið til að þróa rafrænt gjafakortakerfi fyrir smásölufyrirtækið S4S en í framhaldinu leituðu fleiri seljendur til Leikbreytis eftir sams

...