Fleygiferð Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni reynir hvað hann getur til að stöðva Kára Jónsson hjá Val í leik liðanna á Hlíðarenda í gær.
Fleygiferð Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni reynir hvað hann getur til að stöðva Kára Jónsson hjá Val í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Valur varð annað liðið á tímabilinu til að sigra topplið Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðin mættust í lokaleik tólftu umferðarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi. Urðu lokatölur eftir spennandi leik 83:79.

Þrátt fyrir úrslitin er Stjarnan enn í toppsætinu með 20 stig, tveimur stigum meira en Tindastóll í öðru sæti. Valur er í níunda sæti með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan Hött og Hauka sem eru í fallsætunum.

Stjarnan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 52:49. Valur svaraði með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 65:62, Val í vil. Valsmenn héldu síðan út í lokin eftir áhlaup frá Stjörnunni.

Taiwo Badmus skoraði 23 stig fyrir Val og Kári Jónsson kom sterkur af bekknum og gerði

...