Danielle Rodriguez, landsliðskona Íslands í körfubolta, var öflug í 90:77-sigri Fribourg gegn Geneve í efstu deild Sviss á laugardag. Danielle skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 34 mínútum
Danielle Rodriguez, landsliðskona Íslands í körfubolta, var öflug í 90:77-sigri Fribourg gegn Geneve í efstu deild Sviss á laugardag. Danielle skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 34 mínútum. Fribourg er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 12 umferðir og með fjögurra stiga forskot á Nyon sem er í öðru sæti. Danielle lék sína fyrstu landsleiki undir lok síðasta árs.
Tékkneski knattspyrnumarkvörðurinn Antonin Kinsky er genginn til liðs við Tottenham frá Slavia Prag í heimalandinu. Kinsky, sem er 21 árs gamall, skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Tottenham hefur verið í miklu markvarðarveseni undanfarið en aðalmarkvörður liðsins, Ítalinn Guglielmo Vicario, er meiddur og Fraser
...