Haukar eru með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni, 89:71, í 12. umferðinni á laugardag. Haukaliðið er nú með 20 stig, fjórum stigum meira en næstu fjögur lið. Lore Devos skoraði 25 stig fyrir Hauka. Denia Davis-Stewart skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna.
Keflavík er eitt fjögurra liða í 2.-5. sæti eftir heimasigur á Val í gær, 79:65. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið kaflaskiptur. Keflavík vann fyrsta leikhluta 32:17 en Valur næstu tvo, 14:9 og 18:7. Valskonur voru því með eins stigs forskot fyrir lokaleikhlutann, 49:48, en í honum voru Keflvíkingar mun sterkari.
Jasmine Dickey skoraði 19 stig fyrir Keflavík og þær Jiselle Thomas og Alyssa Cerino 15 hvor fyrir Val.
Njarðvík var
...