Leikstjórinn Gréta Kristín Ómarsdóttir segir frá sýningunni Ungfrú Ísland í Leikhúskaffi sem fer fram á Borgarbókasafninu Kringlunni í dag, mánudag 6. janúar, kl. 17.30-18.30. Verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 17. janúar og er byggt á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Eftir að Gréta Kristín hefur sagt frá verður farið upp á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.