Hvað er hægt að gera þegar einhver í lífi þínu kvartar stanslaust? Fyrirlesarinn Vinh Giang deildi nýlega þriggja skrefa aðferð til að svara slíku fólki, frá Michael Bungay Stanier, höfundi The Coaching Habit
— Skjáskot/YouTube

Hvað er hægt að gera þegar einhver í lífi þínu kvartar stanslaust? Fyrirlesarinn Vinh Giang deildi nýlega þriggja skrefa aðferð til að svara slíku fólki, frá Michael Bungay Stanier, höfundi The Coaching Habit. Fyrsta skrefið er að gefa viðkomandi rými til að tjá sig algjörlega með spurningum eins og: „Hvað liggur þér á hjarta?“ og „Segðu mér meira“. Næst er mikilvægt að spyrja: „Hvað heldur þú að sé aðalvandamálið?“ Að lokum spyrðu: „Hvernig get ég hjálpað?“ Þannig er samtalinu beint frá kvörtunum yfir í lausnir. Nánar um málið k100.is.