Magnið sem safnast upp vegna mikils fjölda hesta á höfuðborgarsvæðinu ásamt strangari reglum varðandi urðun er helsta ástæða þess að hestamönnum í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er nú gert að fara með hrossatað til förgunar hjá Sorpu
Hesthús Í Víðidal er umfangsmikil aðstaða til að sinna hestamennskunni og því sem henni fylgir.
Hesthús Í Víðidal er umfangsmikil aðstaða til að sinna hestamennskunni og því sem henni fylgir. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Magnið sem safnast upp vegna mikils fjölda hesta á höfuðborgarsvæðinu ásamt strangari reglum varðandi urðun er helsta ástæða þess að hestamönnum í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er nú gert að fara með hrossatað til förgunar hjá Sorpu.

Hér í blaðinu á laugardaginn var rætt við Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, formann Landssambands hestamannafélaga, og Guðmund Björgvinsson, hestamann í Mosfellsbæ, sem furðuðu sig á þessari breytingu en um

...