Í fyrsta skipti í 69 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins höfnuðu þrjár konur í þremur efstu sætunum þegar knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hlaut sæmdarheitið í hófi samtakanna og ÍSÍ í Hörpu í fyrrakvöld
Þrjár valkyrjur Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir.
Þrjár valkyrjur Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Íþróttamaður ársins

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Í fyrsta skipti í 69 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins höfnuðu þrjár konur í þremur efstu sætunum þegar knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hlaut sæmdarheitið í hófi samtakanna og ÍSÍ í Hörpu í fyrrakvöld.

Kraftakonurnar tvær Sóley Margrét Jónsdóttir, heimsmeistari í kraftlyftingum, og Eygló Fanndal Sturludóttir, Evrópumeistari U23 ára í ólympískum lyftingum, höfnuðu í öðru og þriðja sæti.

„Þetta er bara frábært og sýnir hve langt við erum komin, og hvað allar konur, ekki bara íþróttakonur, eru að láta til sín taka og eru farnar að taka pláss í samfélaginu okkar. Þetta er frábært skref fyrir okkur og við erum til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir

...