Seúl Andstæðingar Yoons fjölmenntu við forsetahöllina í gær.
Seúl Andstæðingar Yoons fjölmenntu við forsetahöllina í gær. — AFP/Anthony Wallace

Fjölmenn mótmæli voru í gær í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, þrátt fyrir að mikið óveður geisaði, en andstæðingar forseta landsins, Yoons Suk-yeols, komu þá saman við forsetahöllina til að krefjast þess að hann yrði handtekinn fyrir að lýsa yfir herlögum í óþökk þingsins í byrjun desember. Stuðningsmenn Yoons fjölmenntu einnig til gagnmótmæla og kröfðust þess að ákæra þingsins til embættismissis gegn Yoon yrði felld niður.

Handtökuskipun sem gefin var út á hendur Yoon í síðustu viku rennur út í dag kl. 15 að íslenskum tíma. Lögreglan reyndi fyrir helgi að handtaka forsetann, en hætti við eftir að öryggissveitir forsetans neituðu að leyfa handtökunni að fara fram.

Lýðræðisflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, lýsti því yfir á laugardag að það kæmi til greina að leysa upp öryggissveitirnar þar sem þær hefðu staðið í

...