Guðbrandur Bogason
Þegar þetta er ritað að kveldi mánudagsins 30. desember 2024 vakna nokkrar spurningar varðandi framferði íslenskra ökumanna. Í fréttum gærdagsins var greint frá að fjöldi ökumanna hefði ekið út af á vegum landsins vegna skafrennings og slæms skyggnis. Og auðvitað var þetta veðurguðunum að kenna því samkvæmt venjum í fréttaflutningi eiga þeir að bera höfuðábyrgðina þegar svona nokkuð gerist. En hver ætlar að sækja þá til saka? Nei, hér skortir eitthvað á hæfni ökumanna til að hafa stjórn á ökutæki sínu og því fer sem fer. Meginástæðan er því að hraði ökutækjanna er of mikill miðað við aðstæður.
Sök veðurguðanna
Svo kom mánudagurinn 30. desember, en þá um nóttina hafði snjóað nokkuð á suðvesturhorni landsins. Snjókoman olli því að flestar götur og vegir á höfuðborgarsvæðinu urðu illfær og þá skapaðist
...