Rakel Halldórsdóttir
Nú þegar jólatíðir standa yfir langar mig að minnast á fyrirbæri sem nútímamenning gefur æ minni sess í samfélagi okkar. Í aðdraganda og um helgar tíðir er almættið ofar í huga en oft áður, enda sú hátíð ljóss, friðar og kærleika tileinkuð því fyrirbæri og því marki sem það hefur sett á menningu manna. Svo virðist sem almættið eigi sér æ minni tilveru í núinu í hugum manna, þótt núvitund sé eitt mest nýtta orðið í dag yfir ákjósanlegasta ástand mannsandans. Við mannfólkið eigum það til að telja flest mannfólk sem á undan okkur hefur gengið þessa jörð hafa verið okkur lakara að gáfum, hugsun og skilningi. Að fólk hafi almennt trúað áður að slíkt heilagt fyrirbæri væri hluti af alheiminum sé sannarlega til marks um fávísi fremur en lífsskilning. Er það svo? Þó að vísindum hafi fleygt fram í kjölfar merkra uppgötvana, eða upprifjunar eins og Plató hefði líklega kallað það, enda
...