— Morgunblaðið/Kristinn

Verð á bensínlítra var í desember einungis hærra en á Íslandi í Hong Kong og Mónakó, samkvæmt samantekt vefjarins GlobalPetrol-
Prices.com sem fylgist með eldsneytisverði í 168 löndum.

Að jafnaði er eldsneytisverð hærra í ríkari löndum og lægra í löndum sem framleiða og flytja út olíu. Þetta á þó ekki við um olíuríkið Noreg, þar sem verðið er með því hæsta í heiminum.

Þá birtir vefurinn einnig lista yfir raforkuverð í löndunum og er Ísland þar í 63. sæti af 168. Hæst er raforkuverð á Bermúda og Cayman-eyjum. » 9