Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sannfærandi sigur á Selfossi á útivelli í úrvalsdeild kvenna í handbolta á laugardag þegar deildin fór af stað á ný eftir tæplega tveggja mánaða frí.
Urðu lokatölur 34:20. Valsliðið hefur nú unnið 39 leiki í röð í öllum keppnum. Valur vann alla leiki sína á árinu 2024 og hvern einasta leik frá því 21. október 2023, er liðið tapaði fyrir Haukum á heimavelli í deildinni. Fyrir vikið er Valur með 20 stig, fullt hús stiga, eftir tíu umferðir.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði sex mörk fyrir Selfoss.
Fram er í öðru sæti með 16 stig eftir öruggan heimasigur á Gróttu, 31:22. Fram hefur nú leikið sjö leiki í röð án taps. Liðið fær verðugt verkefni í
...