Dramatík Tammy Abraham og Álvaro Morata fagna sigurmarkinu.
Dramatík Tammy Abraham og Álvaro Morata fagna sigurmarkinu. — AFP/Fayez Nureldine

Enski framherjinn Tammy Abraham tryggði AC Milan sætan og dramatískan sigur á grönnum sínum í Inter Mílanó, 3:2, í úrslitaleik ítalska meistarabikarsins í knattspyrnu sem fram fór í Ríad í Sádi-Arabíu í gærkvöld. Inter komst í 2:0 í byrjun síðari hálfleiks en Milan náði að jafna metin með mörkum frá Theo Hernandez og Christian Pulisic. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði svo Abraham sigurmarkið eftir sendingu frá Rafael Leao.