Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að baki langar mig að byrja á að óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs. Innan skamms verður þing sett og þingstörf hefjast undir forystu nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Samstarfið og árin fram undan leggjast afar vel í mig sem nýjan þingmann Flokks fólksins.
Ég hlakka mjög til að fá að leggja mitt af mörkum til að skoða hvar og hvernig er hægt að bæta þjónustu við börn, barnafjölskyldur og hvernig hægt er að létta undir með og mæta betur þörfum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu og sem hafa af einhverjum orsökum þurft að hafa meira fyrir lífinu en gengur og gerist. Þetta eru málaflokkar sem Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á.
Nú er staðan gjörbreytt. Flokkur fólksins fer úr stjórnarandstöðu yfir í ríkisstjórn og í stað þess að vera sífellt í bratta, kallandi eftir breytingum,
...