Háskólanemarnir Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Viktor Már Guðmundsson fengu sl. laugardag hvort um sig eina milljón kr. úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem þá var úthlutað úr í fyrsta sinn
Afreksfólk Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Viktor Már Guðmundsson hér með Heiði Hjaltadóttur sem er lengst til vinstri á myndinni.
Afreksfólk Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Viktor Már Guðmundsson hér með Heiði Hjaltadóttur sem er lengst til vinstri á myndinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Háskólanemarnir Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Viktor Már Guðmundsson fengu sl. laugardag hvort um sig eina milljón kr. úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem þá var úthlutað úr í fyrsta sinn. Bæði eru þau langt komin í sínu námi og fá nú atfylgi til að ljúka því og hasla sér völl til starfa. Þeir peningar sem eru í sjóðnum eru að stærstum hluta áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoninu sl. sumar en þá var sjóðurinn stofnaður og málefnið kynnt. Tilgangurinn er sá

...