Múfasa, Simbi, Skari, Kíara og Nala eru persónur sem margir kannast við úr kvikmyndinni Konungur ljónanna eða The Lion King sem kom út árið 1994. Í kjölfar hennar hafa svo hinar ýmsu myndir um þessar þekktu Disney-persónur verið gefnar út en í…
Fjölskyldan Jay-Z, Beyoncé og dóttir þeirra Blue Ivy Carter á heimsfrumsýningu myndarinnar í Hollywood.
Fjölskyldan Jay-Z, Beyoncé og dóttir þeirra Blue Ivy Carter á heimsfrumsýningu myndarinnar í Hollywood. — AFP/Lisa O’Connor

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Múfasa, Simbi, Skari, Kíara og Nala eru persónur sem margir kannast við úr kvikmyndinni Konungur ljónanna eða The Lion King sem kom út árið 1994. Í kjölfar hennar hafa svo hinar ýmsu myndir um þessar þekktu Disney-persónur verið gefnar út en í desember var sú nýjasta frumsýnd, Mufasa: The Lion King, í leikstjórn Barrys Jenkins, með frumsömdum lögum eftir ­Lin-Manuel Miranda. Í tilefni af frumsýningunni bauðst Morgunblaðinu aðgangur að blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum með þeim tveimur ásamt nokkrum af stjörnum myndarinnar, það er þeim sem ljá nokkrum af aðalpersónunum raddir sínar; Aaron Pierre (Múfasa), Kelvin Harrison Jr. (Taka), Tiffany Boone (Sara­bía), Seth Rogen (Púmba) og Billy Eichner (Tímon). Fór fundurinn þannig fram að Nzinga Blake, frá sjónvarpsstöðinni ABC, stýrði fundinum og sá um að bera upp

...