Mikil tíðindi urðu í gær er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti samflokksmönnum sínum og þjóðinni að hann hygðist ekki sækjast eftir formannssætinu á næsta landsfundi flokksins og hygðist sömuleiðis segja af sér þingmennsku.
Greindi Bjarni frá ákvörðuninni í Facebook-færslu þar sem hann sagði tímabært að breyta til og snúa sér að öðru eftir mun lengri þingsetu en hann hafði ímyndað sér er hann tók fyrst sæti á þingi árið 2003. » 6