Elín Hall, ein fremsta leikkona landsins, tók þátt í að heiðra 85 ára afmæli ömmu sinnar, goðsagnarinnar Iðunnar Steinsdóttur, á sunnudag en hún gaf fylgjendum sínum innsýn í veisluna á Instagram. Afmælisgestir sungu meðal annars lagatexta eftir…
Elín Hall, ein fremsta leikkona landsins, tók þátt í að heiðra 85 ára afmæli ömmu sinnar, goðsagnarinnar Iðunnar Steinsdóttur, á sunnudag en hún gaf fylgjendum sínum innsýn í veisluna á Instagram. Afmælisgestir sungu meðal annars lagatexta eftir Iðunni henni til heiðurs, en hún gerði meðal annars textann við „Bíddu pabbi, bíddu mín“.
Elín lýsti því að amma hennar hefði ávallt verið fyrirmyndin í lífi hennar. Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt fyrir Elínu, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu.
Nánar á K100.is.