Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, er eldri en tvævetur í faginu og var mættur á sína níundu Paralympics-leika í París á síðasta ári. „Ég hef farið á sjö sumarleika og tvenna vetrarleika
Framþróun Formaður ÍF hefur í gegnum árin orðið vitni að miklum breytingum og framþróun í íþróttum fatlaðra
Framþróun Formaður ÍF hefur í gegnum árin orðið vitni að miklum breytingum og framþróun í íþróttum fatlaðra — Morgunblaðið/Hari

Íþróttir fatlaðra

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, er eldri en tvævetur í faginu og var mættur á sína níundu Paralympics-leika í París á síðasta ári.

„Ég hef farið á sjö sumarleika og tvenna vetrarleika. Ég hef verið formaður ÍF frá 2017 og átt sæti í stjórn ÍF frá 1986. Ég byrjaði á að fara til Seúl 1988 og það eru tvennir leikar sem ég hef ekki farið á síðan þá. Þetta eru alls níu leikar,“ sagði Þórður Árni í samtali við Morgunblaðið.

Á þeim tæpu fjóru áratugum sem Þórður Árni hefur starfað fyrir Íþróttasamband fatlaðra og sinnt ýmsum verkefnum hefur hann orðið vitni að miklum breytingum hvað varðar íþróttir fatlaðra og áhuga á þeim.

...