Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, hefur fengið formanni Frelsisflokksins umboð til myndunar næstu ríkisstjórnar. Þetta gerði hann í gær, rúmum þremur mánuðum eftir að flokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningunum þann 29
Inn fyrir dyrnar Herbert Kickl fékk loks boð á fund í Hofburg-höllinni í gær og um leið stjórnarmyndunarumboðið.
Inn fyrir dyrnar Herbert Kickl fékk loks boð á fund í Hofburg-höllinni í gær og um leið stjórnarmyndunarumboðið. — AFP

Fréttaskýring

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, hefur fengið formanni Frelsisflokksins umboð til myndunar næstu ríkisstjórnar. Þetta gerði hann í gær, rúmum þremur mánuðum eftir að flokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningunum þann 29. september.

Braut forsetinn um leið blað í sögu Austurríkis, en þetta verður í fyrsta skipti sem flokkurinn leiðir stjórnarmyndunarviðræður. Hann hefur þó nokkrum sinnum áður átt sæti í ríkisstjórn.

Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum og er nú undir forystu Herberts Kickls, sem kallað hefur sjálfan sig Volkskanzler, eða þjóðarkanslarann – nafngift sem síðast var notuð af Adolf Hitler.

...