Reynsla Luka Modric hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2012.
Reynsla Luka Modric hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2012. — AFP/Mahmud Hams

Hinn gamalreyndi Luka Modric skoraði langþráð mark í gærkvöld þegar Real Madrid vann D-deildarliðið Deportiva Minera, 5:0, í 32 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þetta var hans fyrsta mark í bikarkeppninni í 30 leikjum á 13 árum hjá félaginu. Króatinn snjalli hefur nú spilað 562 mótsleiki fyrir Real Madrid, er fyrirliði í vetur, en hann verður fertugur í september og er með samning við félagið út tímabilið.