Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hanna Kristín Thoroddsen hagfræðingur á ömmu í föðurætt og afa í móðurætt sem eru rúmlega 100 ára. Jónas Ragnarsson, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook, segir að aðeins sé vitað um eitt hliðstætt dæmi áður. Hann hafi fundið þrjú dæmi um hjón sem hafi náð 100 ára aldri en í engu tilfelli hafi þau bæði verið á lífi 100 ára eða eldri.
Erla H. Thoroddsen, amma Hönnu Kristínar í föðurætt, varð 100 ára 4. maí 2023. Eiginmaður hennar var Stefán Thoroddsen (1922-1997), Vestfirðingur eins og hún, og eignuðust þau fjögur börn. Þar á meðal Vigni Einar, föður Hönnu, en hann lést 2021.
Guðmundur Einarsson, afi Hönnu Kristínar í móðurætt, varð 100 ára 25. desember 2024. Eiginkona hans var Hanna
...