Undarlegir óskalistar

Ríkisstjórnin, sem nú er sest, pantaði sér löngu síðar óskalista til ríkisstjórnar og hefur enn ekki birt hann. Óskalistar eru ekki síst þekktir frá ungviði í aðdraganda jóla, en þeir eru sjaldgæfir þegar jólin eru um garð gengin. Hin almenna og stjórnmálalega pöntun á slíkum listum er sárasjaldan brúkuð að jólum loknum. Þá æpir það á alla, að óskalistinn var aðeins sýndarskapur af versta tagi. En þessi aðferð er þó ekki með öllu ámælisverð og fremur til hróss fyrir starfshóp, sem veit ekki hvað hann ætlar sér að gera, eða stefnir á. Hefði óskalistinn komið vel fyrir jól (kosningar) hefðu þeir sem ætluðu sér í ríkisstjórn getað brugðist við og veitt úr þá þætti sem ættu möguleika á efndum, nokkrum vikum síðar, svo sem á kjördag. Það er dálítið kúnstugt, að þriggja flokka ríkisstjórn skuli vera orðin svo vita hugmyndalaus, aðeins fáeinum vikum eftir kjördag.

En kannski snýst vandinn ekki

...