Diljá Mist Einarsdóttir
Undirrituð fékk nýja ríkisstjórn í afmælisgjöf 21. desember síðastliðinn. Einhverjum þótti tilefni til að grínast um það við mig. Það er klárlega ýmislegt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar sem hljómar vel. Línur eins og „styrk stjórn á fjármálum ríkisins“, „aukin verðmætasköpun“ og „einfaldari stjórnsýsla og hagræðing í ríkisrekstri“ virðast teknar úr auglýsingum frá Sjálfstæðisflokknum. Enda liggja rætur fjölmargra forkólfa ríkisstjórnarinnar þar. Sé betur að gáð er yfirlýsingin að mestu slíkar línur; frasar sem ríma vel við hversu skamman tíma tók að koma stjórninni saman. Hópi fólks sem talaði með gerólíkum hætti í nýafstaðinni kosningabaráttu. Auðvitað er ástæða til að vona það besta, að glænýir ráðherra standi við fögur fyrirheit, m.a. um að hækka ekki skatta.
Við sem tókumst á
...