Rafíþróttamaðurinn Alfreð Leó Svansson og knattspyrnukonan Sandra María Jessen voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins 2024 hjá Þór á Akureyri, á verðlaunahátíð félagsins í Hamri

Rafíþróttamaðurinn Alfreð Leó Svansson og knattspyrnukonan Sandra María Jessen voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins 2024 hjá Þór á Akureyri, á verðlaunahátíð félagsins í Hamri. Alfreð var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Þórs í Counter Strike og Sandra var markadrottning og besti leikmaður Bestu deildar kvenna árið 2024.

Markvörðurinn Matea Lonac átti stórleik í marki KA/Þórs í gærkvöld þegar liðið sigraði varalið Fram, 29:21, í 1. deild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í Reykjavík. Matea varði 21 skot í leiknum. Aþena Einvarðsdóttir og Susanne Petersen skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyrarliðið sem náði með sigrinum fjögurra stiga forystu í deildinni.

Íþróttasamband fatlaðra hefur framlengt samning sinn við sundþjálfarann

...