Rússneski herinn segist hafa náð mikilvæga bænum Kúrakhóve í austurhluta Úkraínu á sitt vald. Yfirráð yfir bænum, sem er sá stærsti í suðvesturhluta Donbas-héraðs, fælu í sér mikilvægan áfangasigur fyrir Rússa eftir mánaðalanga sókn í landshlutanum, …
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Rússneski herinn segist hafa náð mikilvæga bænum Kúrakhóve í austurhluta Úkraínu á sitt vald.
Yfirráð yfir bænum, sem er sá stærsti í suðvesturhluta Donbas-héraðs, fælu í sér mikilvægan áfangasigur fyrir Rússa eftir mánaðalanga sókn í landshlutanum, ekki síst sökum þess að Úkraínumenn hófu um helgina gagnárás í Kúrsk-héraði í Rússlandi eftir að hafa hertekið hluta héraðsins í ágúst.
Úkraínski herforinginn
...