Grikkland Hjörtur er kominn til Volos frá Carrarese frá Ítalíu.
Grikkland Hjörtur er kominn til Volos frá Carrarese frá Ítalíu. — Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur gert samning við gríska félagið Volos. Hann kemur til Volos frá Carrarese á Ítalíu. Miðvörðurinn var aðeins í hálft ár hjá Carrarese og spilaði síðast með liðinu í september. Hjörtur samdi við félagið í sumar eftir veru hjá Pisa.

Bæði Carrarese og Pisa leika í B-deild Ítalíu. Volos er í tólfta sæti af fjórtán liðum í efstu deild Grikklands með 17 stig eftir 17 leiki.