Tónlistarmannsins Árna Grétars Jóhannessonar, sem einnig var þekktur undir listamannsnafninu Futuregrapher, var minnst í gærkvöldi á Kaffibarnum.
Árni Grétar var ökumaður bíls sem hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag.
Hann lést 2. janúar, aðeins 41 árs að aldri.
...