„Þetta er alltaf sama góða tilfinningin, að fá að mæta hérna með strákunum í janúarmánuði þegar kuldinn og myrkrið tekur yfir. Ég er búinn að gera þetta í janúar í ansi mörg ár núna og er alltaf jafn spenntur fyrir því,“ sagði Björgvin…
HM 2025
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Þetta er alltaf sama góða tilfinningin, að fá að mæta hérna með strákunum í janúarmánuði þegar kuldinn og myrkrið tekur yfir. Ég er búinn að gera þetta í janúar í ansi mörg ár núna og er alltaf jafn spenntur fyrir því,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, annar markvarða íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu í Víkinni í gær.
Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi. Þar leikur liðið í G-riðli ásamt Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum. Riðillinn verður leikinn í Zagreb í Króatíu og verður fyrsti leikur gegn Grænhöfðaeyjum 16. janúar. Fyrst á Ísland fyrir höndum tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð ytra í þessari viku.