Mér finnst frábært að sjá hvernig ný ríkisstjórn hefur störf sín. Við horfum fram á nýtt upphaf í stjórn landsins. Ferskan tón. Þar sem samheldni, festa og skýr sýn um framtíðina er leiðarstefið. Stóra verkefnið er að ná tökum á ríkisfjármálunum. Eftir sjö ár af útgjaldafylleríi fyrri ríkisstjórnar er kominn tími til að setja tappa í flöskuna og boða nýja nálgun. Takist það ekki er borin von að hægt sé að tryggja nauðsynlega innviðauppbyggingu um allt land, styrkja stoðir heilbrigðis- og velferðarkerfisins eða fjárfesta í menntakerfinu. Forsendan fyrir þessu öllu er tiltekt og forgangsröðun fjármuna í bland við aukna verðmætasköpun um allt land.
Það var ekki gott fyrir þjóðina að sitja uppi með ríkisstjórn þriggja skipstjóra sem sátu fastir um borð í sama bátnum en vildu allir róa hver í sína áttina. Niðurstaðan af slíkri tilraun blasir við. Báturinn snerist í hringi. Þjóðin kaus og skilaboðin frá henni
...