Donald Trump
Donald Trump

Hún er dulítið einkennileg, þessi aðferð sem vinir okkar, Bandaríkjamenn, hafa á því að ljúka kosningum. Trump vann kosningarnar 2024 eftir rúmlega árs baráttu. Þar með opnast Hvíta húsið, hann verður með meirihluta í öldungadeild og í fulltrúadeild þingsins, þótt sá sé knappari.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum lágu úrslit á milli Trumps og Harris fyrir. Í fyrradag mætti Harris svo í þinghúsið og las þar upp talnaleg úrslit, sem öllum voru ljós fyrir löngu. Hún sagði að repúblikaninn Trump hefði unnið demókratann Harris með þeim mun sem hún las upp.

Trump var að vísu ekki viðstaddur þennan merka atburð, en það hefði sjálfsagt glatt þann gamla að heyra þetta af vörum Harris!

Enn eru tvær vikur þar til Trump getur flutt í hið fræga hús. Biden er þar enn, og gerir sitt til að bið Trumps

...