Unnur Sara Eldjárn
Unnur Sara Eldjárn

Boðið verður upp á tónlistarspjall með Unni Söru Eldjárn í Borgarbókasafninu Grófinni í dag, miðvikudag, klukkan 16.30-18.00. Þar fjallar hún „um allt það mikilvæga sem hafa þarf í huga áður en lag eða plata er gefin út. Hún mun ræða um höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðila, markaðssetningu og fleira gagnlegt,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis.