Sprengja kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA og var hluta hafnarinnar á Akureyri lokað í gær eftir að ljóst varð hvers kyns var. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út frá Reykjavík. Við rannsókn sprengjusérfræðinga sveitarinnar kom í…
Tundurdufl Sprengjan á bryggjunni á Akureyri í gær.
Tundurdufl Sprengjan á bryggjunni á Akureyri í gær. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Sprengja kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA og var hluta hafnarinnar á Akureyri lokað í gær eftir að ljóst varð hvers kyns var. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út frá Reykjavík.

Við rannsókn sprengjusérfræðinga sveitarinnar kom í ljós að sprengjan var tundurdufl og að tryggja þyrfti hvellhettu þess áður en hægt yrði að flytja það á brott til eyðingar.

Eytt við birtingu í dag

Að því búnu var tundurduflinu komið fyrir á lyftara og það fært innan hafnarsvæðisins, en þaðan var það híft og því komið fyrir í sjó. Þá var það dregið með dráttarbáti á heppilegan stað úti í Eyjafirði, þar sem gert er ráð fyrir að því verði eytt við birtingu í dag.

Aðgerðir sveitarinnar og lögreglu voru umfangsmiklar. Var fiskvinnsla Útgerðarfélags Akureyrar rýmd og Hjalteyrargötu lokað á

...