Donald Trump yngri, sonur verðandi Bandaríkjaforseta, heimsótti í gær Grænland, og skoðaði sig þar um ásamt fylgdarliði. Trump yngri sagði að hann væri þar einungis staddur sem ferðalangur, en faðir hans hefur á síðustu vikum lýst því yfir að betur…
Grænlandsför Donald Trump yngri (t.h.) tekur hér sjálfu með velvildarmanni sínum í Nuuk, höfuðborg Grænlands, sem Trump heimsótti í gær.
Grænlandsför Donald Trump yngri (t.h.) tekur hér sjálfu með velvildarmanni sínum í Nuuk, höfuðborg Grænlands, sem Trump heimsótti í gær. — AFP/Emil Stach

Donald Trump yngri, sonur verðandi Bandaríkjaforseta, heimsótti í gær Grænland, og skoðaði sig þar um ásamt fylgdarliði. Trump yngri sagði að hann væri þar einungis staddur sem ferðalangur, en faðir hans hefur á síðustu vikum lýst því yfir að betur færi á því að Grænland tilheyrði Bandaríkjunum en Danmörku.

Trump eldri greindi frá hinni fyrirhuguðu heimsókn sonar síns á samfélagsmiðlinum Truth Social, og sagði þar að Grænland væri „ótrúlegur staður“ og að íbúar landsins myndu blómstra þegar og ef til þess kæmi að Bandaríkin tækju þar við stjórn. „Við munum vernda það og virða það gegn mjög grimmum heimi. Gerum Grænland frábært aftur,“ sagði Trump á Truth Social.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sagði hins vegar í gær eftir að greint var frá heimsókn Trumps yngri að Grænland tilheyrði

...