Tekjur íþróttavörumerkisins Metta Sport rúmlega þrefölduðust milli 2022 og 2023. Hagnaður margfaldaðist einnig.
Metta Sport er eitt allra vinsælasta fatamerkið meðal íslenskra ungmenna.
Rekstrartekjur félagsins námu 357 m.kr. 2023 og hækkuðu um 251 m.kr. milli ára. Hagnaður nam 93 m.kr. en var 18 m.kr. árið á undan.
Pétur Kiernan, stofnandi og aðaleigandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið hafi haldið áfram að vaxa hratt 2024. „Salan var sterk á árinu,“ segir Pétur.
Spurður um forsögu sína segist Pétur hafa æft fjölmargar íþróttir frá ungum aldri en lengst af fótbolta. „Ég get ekki sagt að minn bakgrunnur komi frá verslun eða viðskiptaumhverfi en ég var í Versló og kláraði svo BSc í fjármálaverkfræði 2020.
...