Gunnar Birgisson
Nú er ný fulltrúadeild Bandaríkjaþings tekin við, samsett af þeim fulltrúadeildarþingmönnum sem unnu sínar kosningar í nóvember þegar Donald Trump sigraði í forsetakosningunum. Repúblikanar hafa nauman meirihluta, með 220 þingmenn af 435, og Demókratar hafa 215. Tölurnar gefa til kynna jafnvægi en í raun eru þessi úrslit að mörgu leyti vegna þess að báðir flokkar hafa skapað mikið ójafnvægi, jafnvel óréttlæti, í þeim fylkjum sem þeir stjórna. Í hörðum pólitískum leik eru báðir flokkarnir klókir í að mynda afskræmd kjördæmi sem gefa þeim eins marga þingmenn og hægt er.
Á 10 ára fresti í BNA er framkvæmt manntal, og sýna niðurstöður þess breytingar á fólksfjölda bæði fyrir landið í heild og í hverju fylki. Þegar ljóst er hvernig fólksfjöldi hefur breyst í hverju fylki er skylda að úthluta þessum 435 sætum í fulltrúadeildarþinginu á
...