Haukar náðu sex stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta er liðið sigraði Njarðvík, 82:75, á útivelli í 13. umferðinni í gærkvöldi. Njarðvík og Tindastóll gátu minnkað forskot Hafnarfjarðarliðsins niður í tvö stig, en þess í stað eru Haukar í kjörstöðu
Körfuboltinn
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar náðu sex stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta er liðið sigraði Njarðvík, 82:75, á útivelli í 13. umferðinni í gærkvöldi. Njarðvík og Tindastóll gátu minnkað forskot Hafnarfjarðarliðsins niður í tvö stig, en þess í stað eru Haukar í kjörstöðu.
Haukaliðið hefur unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu. Njarðvík var í baráttu um toppsætið fyrir skemmstu en þrjú töp í síðustu fimm leikjum hafa hægt á Suðurnesjaliðinu.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka og Lore Devos 18. Ena Viso skoraði 22 stig fyrir Njarðvík.
Valur fjarlægðist fallið
Tap Njarðvíkur þýddi
...