Skandall, fáránlegt, ólíðandi, ótrúlegt, hneisa. Þetta er lítill hluti þeirra orða sem bakvörður dagsins hefur séð í athugasemdakerfum samfélagsmiðla vegna kjörs míns og kollega minna í Samtökum íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Skandall, fáránlegt, ólíðandi, ótrúlegt, hneisa. Þetta er lítill hluti þeirra orða sem bakvörður dagsins hefur séð í athugasemdakerfum samfélagsmiðla vegna kjörs míns og kollega minna í Samtökum íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og þýska stórliðsins Bayern München, var kjörin íþróttamaður ársins 2024 með fullt hús stiga í upphafi árs. Það þýðir að allir 24 íþróttafréttamennirnir í Samtökum íþróttafréttamanna, sem fjalla um íþróttir allan ársins hring, voru með Glódísi í efsta sæti á sínum kjörseðli.

Sóley Margrét Jónsdóttir varð heims- og Evrópumeistari í kraftlyftingum og hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Hún átti glæsilegt ár og hefði

...