Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar er bjartsýnn.
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar er bjartsýnn. — Morgunblaðið/Eggert

Mogens Mogensen, forstöðumaður hlutabréfastýringar hjá Íslandssjóðum, bendir á að uppgjör skráðra félaga fyrir þriðja ársfjórðung 2024 voru flest mjög góð og gera má ráð fyrir fínum uppgjörum fyrir fjórða ársfjórðung.

„Verðlagning skráðra félaga er heilt yfir hófleg og því má búast við spennandi tímum á innlendum hlutabréfamarkaði á árinu 2025,“ segir Mogens.

Hann segir jafnframt að hann telji það afar ólíklegt að íslenski markaðurinn verði færður upp um flokk hjá MSCI, úr Frontier yfir í Emerging.

„Ég tel það ólíklegt í því ljósi að Marel er ekki lengur íslenskt félag,“ segir Mogens en Marel og Alvotech voru þau félög sem uppfylltu þær stærðartakmarkanir sem krafist er af MSCI til að geta færst upp um flokk.

Mogens bendir á

...