Nokkrir af stærstu vogunarsjóðum heims enduðu árið með tveggja stafa ávöxtun, þar sem þeir notfærðu þeir sér ringulreið á mörkuðum, stefnubreytingar seðlabanka og tvísýna kosningabaráttu til forseta í Bandaríkjunum.
Að sögn Reuters fjárfesta vogunarsjóðir í mismunandi eignaflokkum, allt frá hlutabréfum til hrávöru, og náðu þeir góðum árangri þrátt fyrir miklar sviptingar á mörkuðum.
Til að mynda skilaði bandaríski vogunarsjóðurinn Discovery Capital 52% ávöxtun á síðasta ári.