Kátur Alexander Isak hjá Newcastle fagnar marki sínu í gærkvöldi. Liðsmenn Arsenal eru svekktir eftir varnarmistök sem kostuðu liðið mark.
Kátur Alexander Isak hjá Newcastle fagnar marki sínu í gærkvöldi. Liðsmenn Arsenal eru svekktir eftir varnarmistök sem kostuðu liðið mark. — AFP/Glyn Kirk

Newcastle er í góðum málum í einvígi sínu gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta eftir útisigur í fyrri leik liðanna í gærkvöldi, 2:0.

Newcastle hefur verið á miklu flugi og unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum á meðan Arsenal hefur misstigið sig í tveimur leikjum í röð.

Alexander Isak kom Newcastle yfir á 37. mínútu, þegar hann nýtti sér slæm varnarmistök hjá Arsenal, og var staðan í leikhléi 1:0.

Anthony Gordon bætti við öðru marki Newcastle á 51. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum eftir að David Raya í marki Arsenal varði frá Isak.

Urðu mörkin ekki fleiri, þrátt fyrir mikla pressu og fín færi hjá Arsenal á lokakaflanum.

...