Lockerbie: Leit að sannleika nefnist sjónvarpsþáttaröð sem tekin hefur verið til sýningar í sjónvarpi Símans. Þar er fjallað um mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið á Bretlandi og leit föður eins af fórnarlömbunum að svörum um hvað í raun gerðist
Þrjóskur Colin Firth leikur Jim Swire.
Þrjóskur Colin Firth leikur Jim Swire.

Karl Blöndal

Lockerbie: Leit að sannleika nefnist sjónvarpsþáttaröð sem tekin hefur verið til sýningar í sjónvarpi Símans. Þar er fjallað um mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið á Bretlandi og leit föður eins af fórnarlömbunum að svörum um hvað í raun gerðist.

Farþegavél frá flugfélaginu Pan Am sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie þremur dögum fyrir jól árið 1988. Fjöldi spurninga vaknaði um atvikið og enn er mörgum ósvarað.

Colin Firth leikur Jim Swire lækni, sem missti dóttur sína. Hann hóf þegar að rannsaka málið á eigin spýtur og sótti hart að stjórnvöldum að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Þættirnir eru byggðir á bók eftir Swire. David Harrower, höfundur handritsins að þáttunum, sagði

...