Hið ljúfa líf
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þessa dagana dvelur ilmsérfræðingur Morgunblaðsins í Mílanó en hefði betur fundið sér íbúð í Napólí þar sem veðurfarið er mildara. Veturinn er dimmur og nístandi kaldur hér í Langbarðalandi og hitastigið a.m.k. tíu gráðum lægra en í suðurhluta Ítalíu.
Til að gera ítalska veturinn ögn bærilegri hef ég þrætt búðirnar í leit að hinum fullkomna ilmi. Eins og lesendur eflaust vita voru það Ítalirnir sem ruddu brautina í evrópskri ilmgerð og á 14. öldinni stóð enginn framar Feneyjum í að blanda ilmvötn úr jurtum, kryddum og olíum sem bárust þangað frá öllum heimshornum. Það var í gegnum hjónaband hinnar ítölsku Katrínar de´ Medici og Hinriks II Frakklandskonungs að Frakkar uppgötvuðu loksins ilmvatnsgerð og hafa þeir
...