Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mál víninnflytjandans Distu og ÁTVR sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Dista bíður enn eftir því að ÁTVR bregðist við dómi Hæstaréttar sem skar úr um það í byrjun desember að ÁTVR hefði…
Daði Már Kristófersson
Daði Már Kristófersson

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mál víninnflytjandans Distu og ÁTVR sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Dista bíður enn eftir því að ÁTVR bregðist við dómi Hæstaréttar sem skar úr um það í byrjun desember að ÁTVR hefði brotið lög þegar fyrirtækið tók tvær bjórtegundir frá Distu úr sölu. Hæstiréttur felldi úr gildi ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórinn úr sölu á grundvelli viðmiða um framlegð.

Bjórinn er enn ekki kominn aftur í hillur Vínbúðanna og lögmaður Distu segir að ÁTVR hafi ekki sýnt frumkvæði að því að rétta hlut Distu í kjölfar dómsins.

„Við erum með þetta mál til meðferðar í ráðuneytinu, það er í vinnslu. Ég tjái mig ekki um einstök mál sem koma inn í ráðuneytið – einstök úrskurðarmál varðandi einstaka aðila – fyrr en niðurstaðan liggur fyrir,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

...