Úkraína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu, í gær.
Úkraína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu, í gær. — AFP

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland verði að gera það sem það getur til að hjálpa Úkraínu í stríði sínu við Rússland en hún segist jafnframt skilja að spurningar séu settar fram varðandi stuðning Íslands. Ráðherrann fór til Kænugarðs í Úkraínu í gær og átti þar m.a. fundi með utanríkisráðherra Úkraínu, Andrí Sibíha, og forsætisráðherranum Denis Smjhal.

Þökkuðu ráðherrarnir fyrir aukinn varnartengdan stuðning Íslands við Úkraínu sem samþykktur var á Alþingi í lok síðasta árs í samræmi við stefnu Alþingis um stuðning við landið, en Ísland mun veita aukin framlög sem nema einum og hálfum milljarði króna til landsins. Þar af fara 400 milljónir í samstarfsverkefni sem kallað hefur verið danska módelið og styður

...