Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, telur rétt að árétta að Toyota hafi verið söluhæsta fólksbílategundin í fyrra.

Tilefnið er frétt um hrun í sölu rafbíla í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Með henni fylgdi graf sem sýndi söluhæstu rafbílana 2023 og 2024. Þar sem ekki var sérstaklega tilgreint í grafinu að um rafbíla væri að ræða telur Páll að það hafi getað valdið misskilningi. Einhverjir lesendur kunni að hafa ætlað að grafið vísaði til sölu allra fólksbíla.

...