Guðrún Marteinsdóttir fæddist í Reykjavík 8. janúar 1955. Fyrstu árin bjó hún með foreldrum sínum hjá móðurafa sínum og -ömmu, Þorbirni og Guðrúnu, á Marargötu 7. Á 4. ári fluttist fjölskyldan á Selfoss þegar faðir hennar tók við starfi byggingarfultrúa Suðurlands.
Eftir grunnskólagöngu á Selfossi fór Guðrún í Menntaskólann á Laugarvatni og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1975. „Dvölin á Laugarvatni var ákaflega skemmtileg en þar komu saman nemendur alstaðar að af landinu og mynduðu sterkan vinskap á þeim fjórum árum sem námið stóð yfir.“
Eftir ML fór Guðrún í líffræði í Háskólanum og lauk BS-prófi árið 1979. „Ég var að leiðinni til Danmerkur í framhaldsnám hjá prófessor Pétri M. Jónassyni, þegar ég hitti ást lífs míns, Kristberg, og úr var að ég venti mínu kvæði í kross og elti hann til Ameríku en hann var að hefja nám í
...